Færsluflokkur: Bloggar
29.6.2010 | 15:38
Gjaldþrota fjármögnarfyrirtæki starfa undir verndarvæng stjórnvalda?
Ég held að ríkisstjórnin átti sig ekki á þvi að með því að sitja hjá og leyfa fjármögnunarfyrirtækjunum áfram að ráða þessu er hún orðin samsek í óréttlætinu gegn almenningi í landinu. Ég held líka að hún átti sig ekki á þeirri staðreynd að fjármögnunarfyrirtækin eiga ekki eftir að lifa þetta af.
Það verða málsóknir í fjölda ára,þar sem einstaklingar og fyrirtæki sem hafa verið sviptir aleigunni eða gerðir gjaldþrota freista þess að fá sín mál lagfærð. Hefur FME eitthvað gert úttekt á því hversu háar þær kröfur eru?
Er SP fjármögnun,Lýsing ofl hugsanlega tæknilega gjaldþrota nú þegar? Er það ekki ábyrgðarhluti að leyfa þeim að starfa áfram í ljósi þess? Núna geta þau stjórnað hvernig síðustu krónunum verður eytt og þegar nokkrir hæstaréttadómr til viðbótar verða fallnir,almenningi og fyrirtækjum í vil þá gefast þeir upp og FME tekur yfir.
Hvað ætli skaðabætur verði háar fyrir að senda meðalstórt heimili eða fyrirtæki sem var sent í þrot sem átti í raun inni hjá þessum snillingum? Ríkisstjórnin er í einhverju fjárhættuspili eins og vanalega þegar kemur að bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum og segir : Sko ef þeir finna glufu og fara með þetta aftur fyrir hæstarétt þá gætu þeir sko sloppið og við þyrftum ekki að bjarga þeim.
Hvaða grín er líka að halda að það sé voða plástur að hætta innheimtuaðgerðum í bili? Þó það nú væri. Þögnin um leiðréttinguna er þeim í hag því að þau eru ekkert að geta rukkað á næstunni heldur. Ef þau hefðu átti inni peninga hjá okkur þá hefði verið rukkað um leið. Hvað haldið þið? Það eiga næstum allir inni. Er það þá einhver sárabót að þau ætli ekki að innheimta í bráð?
Staðreyndirnar í málinu eru þær að Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn úrskurð og eftir honum á að vinna. Ekki draumsýn um að þetta reddist. Það er búið að reyna slíkt áður. Fjármögnunarfyrirtækin eru gjaldþrota að mínu mati og inn í slíka atburðarrás ber að grípa núna.
Undrast viðbrögð við dómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2010 | 21:31
Afhverju bara tvíburar?
Hefði ekki verið lag að hafa helming af þáttakendum tvíbura? Sýnir þetta ekki bara að hinn tvíburinn hefur ekki endilega G-blett? Eða þá : ef annar tvíburinn hefur G-blett þá hefur hinn það ekki....
Þá gætum við túlkað þetta svona : G-bletturinn skiptir sér ekki á milli tvíbura. Einungis annar þeirra fær G-blett!
Hvað um þessa niðurstöðu?
G-bletturinn finnst ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2009 | 16:46
Hvar er myndin?
Hættulegt salat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2009 | 18:30
Lögreglan er líka með myntkörfulán
Hættið að kasta sprengjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2009 | 18:18
Heilbrigðisþjónusta eða draumur Kára í nokkra mánuði enn?
Ég er ekki að trúa þessu! Niðurskurðarhnífnum er hiklaust beitt á almenning og nýlegar niðurskurðaraðgerðir Heilbrigðisráðherra eiga að skila 1300 milljónum i sparnað en nokkrum dögum síðar er fyrirtæki sem hefur tapað fjármunum frá fyrsta degi lánaðar 1400 milljónir? Ein spurning líka : 11 millljónir dala? Er verið að lána gjaldeyrisforða landsins í þetta bull? Svo að Kári geti borgað víxlana á gjalddaga í USA? Er virkilega verið að veikja krónuna enn meir með að færa fjármuni frá innviðum samfélagsins sem heilbrigðisþjónusta sannarlega er til að greiða fyrir draumabull? Með fullri virðingu fyrir því góða starfsfólk sem vinnur hjá deCode þá verða stjórnvöld að fara að forgangsraða.
Fyrir 1400 milljónir mætti borga upp íbúðalán(miðað við 20mill lán) hjá 700 fjölskyldum. Já eða minnka þær um helming hjá 1400. Ég væri sáttari við að þessum peningum væri dreift úr flugvél yfir landinu en að lána deCode þá. Þeir myndu þá líklegast vera áfram í landinu og bæta stöðuna hjá einhverjum.
Hver getur líka labbað inní banka í dag og sagt : ég seldi hlutabréf sem fjöldi fólks tapaði gríðarlega á,ég hef tapað gríðarlega á hverju ári í 10 ár en eruð þið til í að lána mér 1400 milljónir?
svar :já ekki málið,viltu ekki fá þetta bara líka í erlendri mynt? við eigum svo svakalega mikið af henni núna....
Ég var einn af þeim sem sagði gott og vel við því að gefa ríkisstjórninni séns og jafnvel Elínu líka í Landsbankanum en þetta er firring. Firring sem verður að stöðva. Fjármunum okkur verður að vera beitt í okkar þágu.
deCODE semur við Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)