Gjaldþrota fjármögnarfyrirtæki starfa undir verndarvæng stjórnvalda?

Ég held að ríkisstjórnin átti sig ekki á þvi að með því að sitja hjá og leyfa fjármögnunarfyrirtækjunum áfram að ráða þessu er hún orðin samsek í óréttlætinu gegn almenningi í landinu. Ég held líka að hún átti sig ekki á þeirri staðreynd að fjármögnunarfyrirtækin eiga ekki eftir að lifa þetta af.

Það verða málsóknir í fjölda ára,þar sem einstaklingar og fyrirtæki sem hafa verið sviptir aleigunni eða gerðir gjaldþrota freista þess að fá sín mál lagfærð. Hefur FME eitthvað gert úttekt á því hversu háar þær kröfur eru?

Er SP fjármögnun,Lýsing ofl hugsanlega tæknilega gjaldþrota nú þegar? Er það ekki ábyrgðarhluti að leyfa þeim að starfa áfram í ljósi þess? Núna geta þau stjórnað hvernig síðustu krónunum verður eytt og þegar nokkrir hæstaréttadómr til viðbótar verða fallnir,almenningi og fyrirtækjum í vil þá gefast þeir upp og FME tekur yfir.

Hvað ætli skaðabætur verði háar fyrir að senda meðalstórt heimili eða fyrirtæki sem var sent í þrot sem átti í raun inni hjá þessum snillingum? Ríkisstjórnin er í einhverju fjárhættuspili eins og vanalega þegar kemur að bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum og segir : Sko ef þeir finna glufu og fara með þetta aftur fyrir hæstarétt þá gætu þeir sko sloppið og við þyrftum ekki að bjarga þeim.

Hvaða grín er líka að halda að það sé voða plástur að hætta innheimtuaðgerðum í bili? Þó það nú væri. Þögnin um leiðréttinguna er þeim í hag því að þau eru ekkert að geta rukkað á næstunni heldur. Ef þau hefðu átti inni peninga hjá okkur þá hefði verið rukkað um leið. Hvað haldið þið? Það eiga næstum allir inni. Er það þá einhver sárabót að þau ætli ekki að innheimta í bráð?

Staðreyndirnar í málinu eru þær að Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn úrskurð og eftir honum á að vinna. Ekki draumsýn um að þetta reddist. Það er búið að reyna slíkt áður. Fjármögnunarfyrirtækin eru gjaldþrota að mínu mati og inn í slíka atburðarrás ber að grípa núna.



mbl.is Undrast viðbrögð við dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Yfirvæld átta sig aalveg á því að þessi fyrirtæki lifa ekki af. Þess vegna er allt þetta kjaftæði í gangi... Hvenær hefur dómur Hæstaréttar verið dregin í efa áður?

Óskar Arnórsson, 29.6.2010 kl. 16:02

2 Smámynd: Þorvaldur Steinþórsson

Nákvæmlega rétt Óskar. Afhverju fær sá sem tapar fyrir Hæstarétti að túlka niðurstöðuna sjálfur undir verndarvæng heillar Ríkisstjórnar?

Þorvaldur Steinþórsson, 29.6.2010 kl. 16:05

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Af því að þeir eru hluti af Ríkisstjórn að sjálfsögðu...í öðrum löndum kölluð mafíustarfsemi sem ekki hefur tekist að kaupa Hæstarétt...

Óskar Arnórsson, 29.6.2010 kl. 17:47

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já mafía og ekkert annað!

Það er okkar að berjast gegn henni núna!

Sigurður Haraldsson, 29.6.2010 kl. 23:11

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er kominn tími til að við áttum okkur á því og viðurkennum fullum fetum, að við eigum í höggi við þaulskipulögð glæpasamtök með einbeittan brotavilja. Og nú síðast hafa opinberar stofnanir sem eiga að sjá til þess að lögum sé framfylgt, snúið sér á sveif með samsærinu. Við búum í bananalýðveldi!

Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband