Lögreglan er líka með myntkörfulán

Gleymum því ekki að lögreglumenn eru líka hluti af þjóðinni og hafa sömu skoðanir á þessu og við hin. Hækkandi skuldir og verri efnahagur snertir þetta fólk líka. Við erum í sama liðinu en þetta en þeirra starf er að verja. Lögreglumenn eiga alveg eftir að fagna jafn mikið þegar Firringarstjórnin fer frá. Lögreglan má bara ekki segja : Vanhæf ríkisstjórn en ég er nokkuð viss um að hún hummar það í hljóði með okkur.
mbl.is Hættið að kasta sprengjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já , en við vitum og höfum alltaf vitað að ofbeldismenn leita í lögreglustörf .

99 % lögreglumanna eru normal , en margir" bankarar " eru í lögreglunni.Og mér er óskiljanlegt af hverju hjálmklæddum og stríðs-skjölduðum mönnum var skyndilega beint að dyrum Alþingishússins í dag .Þar var allt með ró og spekt um kl. 15.30 þegar ég sá til fólksins.Fólk sem sýndi kurteisi og virðingu vegna útfarar í Dómkirkjunni . Síðan fór fólkið að mótmæla .Ég gerði mér sérstaklega far um að fylgjast með því sem fram fór .En auðvitað var ég þarna til að mótmæla af friðsemd .Það er bara allt í ólestri á þessu skeri núna ,verra en oft áður.Maður veður samt að sjá með eigin augum til að meta .

Kristín (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Þorvaldur Steinþórsson

Já alveg eins og að 99% af mótmælendum eru ekki ofbeldismenn. Vildi að ég væri á Íslandi núna til að horfa á þetta með eigin augum. Takk fyrir innleggið.

Þorvaldur Steinþórsson, 21.1.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband