21.1.2009 | 18:18
Heilbrigðisþjónusta eða draumur Kára í nokkra mánuði enn?
Ég er ekki að trúa þessu! Niðurskurðarhnífnum er hiklaust beitt á almenning og nýlegar niðurskurðaraðgerðir Heilbrigðisráðherra eiga að skila 1300 milljónum i sparnað en nokkrum dögum síðar er fyrirtæki sem hefur tapað fjármunum frá fyrsta degi lánaðar 1400 milljónir? Ein spurning líka : 11 millljónir dala? Er verið að lána gjaldeyrisforða landsins í þetta bull? Svo að Kári geti borgað víxlana á gjalddaga í USA? Er virkilega verið að veikja krónuna enn meir með að færa fjármuni frá innviðum samfélagsins sem heilbrigðisþjónusta sannarlega er til að greiða fyrir draumabull? Með fullri virðingu fyrir því góða starfsfólk sem vinnur hjá deCode þá verða stjórnvöld að fara að forgangsraða.
Fyrir 1400 milljónir mætti borga upp íbúðalán(miðað við 20mill lán) hjá 700 fjölskyldum. Já eða minnka þær um helming hjá 1400. Ég væri sáttari við að þessum peningum væri dreift úr flugvél yfir landinu en að lána deCode þá. Þeir myndu þá líklegast vera áfram í landinu og bæta stöðuna hjá einhverjum.
Hver getur líka labbað inní banka í dag og sagt : ég seldi hlutabréf sem fjöldi fólks tapaði gríðarlega á,ég hef tapað gríðarlega á hverju ári í 10 ár en eruð þið til í að lána mér 1400 milljónir?
svar :já ekki málið,viltu ekki fá þetta bara líka í erlendri mynt? við eigum svo svakalega mikið af henni núna....
Ég var einn af þeim sem sagði gott og vel við því að gefa ríkisstjórninni séns og jafnvel Elínu líka í Landsbankanum en þetta er firring. Firring sem verður að stöðva. Fjármunum okkur verður að vera beitt í okkar þágu.
![]() |
deCODE semur við Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.